
,,Það er svekkjandi að tapa. Það er klárt mál. Við byrjuðum leikinn ekki í fyrri hálfleik en töluðum saman í hálfleik og það var allt annar leikur í seinni hálfleik og við vinnum seinni hálfleikinn. Við ætlum að einblína á það," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji íslenska landsliðsins eftir 2-3 tap gegn Skotum heima í kvöld.
,,Við vorum bara sofandi, við vorum alltof langt frá mönnum og vorum að falla alltof langt til baka og of langt á milli varnar og sóknar, og reyna hluti sem voru ekki við hæfi. Það eru margir hlutir," sagði Harpa en er stemmningsleysi í liðinu?
,,Stemmningin er búin að vera góð, ég held að það sé ekki hægt að kenna því um. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis í fyrri hálfleik. Það var rætt í hálfleik um að rífa sig upp og vera á tánum og sýna hvað við getum fyrir fólkið sem kom að horfa."
,,Það er crucial fyrir okkur að horfa í að við vorum að spila miklu betur og spila allt annan bolta í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn sem við töluðum um það í hálfleik að gera, það er jákvætt."
Athugasemdir