
„Við náðum ekki að loka á það sem við ætluðum að gera," sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR eftir 4-2 tap gegn Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
KR hefur tapað fyrstu tveimur heimaleikjum sínum í sumar á sannfærandi hátt en liðið hefur spilað betur á útivelli.
„Við höfum sennilega ekki fengið að vera nógu mikið á vellinum til að finna okkur:"
„Við þurfum kannski að fá að koma meira á völlinn og gíra okkur í þetta. Kannski er þetta of mikil spenna hjá leikmönnum sem verður til þess að við spilum ekki jafn vel á heimavelli og útivelli."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir