
Joshua King, framherji Bournemouth, verður í eldlínunni þegar Noregur heimsækir Ísland í vináttuleik á Laugardalsvelli annað kvöld.
„Ísland er á leiðinni á HM. Ég veit að leikmennirnir vilja vera heilir og ég er ekki viss um að þeir verði á 110% krafti í leiknum. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í Þjóðadeildnni þar sem við keppum um að komast á EM eftir tvö ár svo við förum af fullum krafti í þetta," sagði King við Fótbolta.net í dag en hann spilaði sjálfur sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvelli árið 2012.
Norðmenn eru í uppbyggingu á landsliði sínu en þeir eru í C-deild í Þjóðadeildinni með Slóveníu, Búlgaríu og Kýpur.
„Ísland er á leiðinni á HM. Ég veit að leikmennirnir vilja vera heilir og ég er ekki viss um að þeir verði á 110% krafti í leiknum. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í Þjóðadeildnni þar sem við keppum um að komast á EM eftir tvö ár svo við förum af fullum krafti í þetta," sagði King við Fótbolta.net í dag en hann spilaði sjálfur sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvelli árið 2012.
Norðmenn eru í uppbyggingu á landsliði sínu en þeir eru í C-deild í Þjóðadeildinni með Slóveníu, Búlgaríu og Kýpur.
Hinn 26 ára gamli King hefur eins og margir aðrir hrifist af íslenska landsliðinu og hann telur að það geri góða hluti á HM í sumar.
„100%. Ég held að Ísland muni standa sig vel. Á síðasta stórmóti vanmátu andstæingar þá og þeir unnu meira að segja England. Í ár vita menn meira um gæði þeirra en ég held að vinnusemi og hugarfar komi liðinu upp úr riðlinum."
Aðspurður út í lykilmenn í íslenska liðinu sagði King: „Auðvitað hafið þið (Gylfa Þór) Sigurðsson en fyrir utan hann er enginn stjörnuleikmaður. Allir vinna saman og þetta er gott lið. Þess vegna hefur því gengið svona vel undanfarin 3-4. ár. Allir þekkja sitt hlutverk og það er mikilvægast. Þetta er frábært lið og samstaðan er mögnuð."
Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli klukkan 20:00 annað kvöld en miðasalan fer fram á midi.is.
Athugasemdir