Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   fös 01. júní 2018 16:00
Magnús Már Einarsson
Joshua King: Vinnusemi og hugarfar koma Íslandi upp úr riðlinum
Icelandair
Joshua King, framherji Bournemouth, verður í eldlínunni þegar Noregur heimsækir Ísland í vináttuleik á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Ísland er á leiðinni á HM. Ég veit að leikmennirnir vilja vera heilir og ég er ekki viss um að þeir verði á 110% krafti í leiknum. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í Þjóðadeildnni þar sem við keppum um að komast á EM eftir tvö ár svo við förum af fullum krafti í þetta," sagði King við Fótbolta.net í dag en hann spilaði sjálfur sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvelli árið 2012.

Norðmenn eru í uppbyggingu á landsliði sínu en þeir eru í C-deild í Þjóðadeildinni með Slóveníu, Búlgaríu og Kýpur.

Hinn 26 ára gamli King hefur eins og margir aðrir hrifist af íslenska landsliðinu og hann telur að það geri góða hluti á HM í sumar.

„100%. Ég held að Ísland muni standa sig vel. Á síðasta stórmóti vanmátu andstæingar þá og þeir unnu meira að segja England. Í ár vita menn meira um gæði þeirra en ég held að vinnusemi og hugarfar komi liðinu upp úr riðlinum."

Aðspurður út í lykilmenn í íslenska liðinu sagði King: „Auðvitað hafið þið (Gylfa Þór) Sigurðsson en fyrir utan hann er enginn stjörnuleikmaður. Allir vinna saman og þetta er gott lið. Þess vegna hefur því gengið svona vel undanfarin 3-4. ár. Allir þekkja sitt hlutverk og það er mikilvægast. Þetta er frábært lið og samstaðan er mögnuð."

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli klukkan 20:00 annað kvöld en miðasalan fer fram á midi.is.
Athugasemdir
banner