Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Víkingur manni fleiri en marki undir - Blikar að tapa
Mynd: Víkingur
Víkingur og Breiðablik eru í misjafnri stöðu þegar búið er að flauta til hálfleiks í seinni viðureignum liðanna í forkeppni í Evrópukeppni.

Víkingur er í heimsókn hjá Bröndby í Danmörku í forkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingur sýndi stórkostlega frammistöðu í fyrri leiknum hér heima og vann 3-0.

Útlitið er nokkuð bjart fyrir Víkinga en Bröndby missti mann af velli þegar Clement Bischoff fékk að líta rauða spjaldið þegar hann missti algjörlega stjórn á skapi sínu og traðkaði á Tarik Ibrahimagic.

Lestu um leikinn: Bröndby 1-0 Víkingur

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Zrinjski Mostar

Bröndby náði hins vegar að setja pressu á Víkinga þegar Nicolai Vallys skoraði með skalla eftir aukaspyrnu í blálok hálfleiksins. Staðan 1-0 í hálfleik Bröndby í vil.

Breiðablik og Zrijnski Mostar frá Bosníu voru jöfn eftir fyrri leikinn ytra í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Tobias Thomsen kom Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu en Mostar jafnaði metin seint í seinni hálfleik með marki úr víti.

Breiðablik er marki undir á Kópavogsvelli þar sem Nemanja Bilbija skoraði eina markið.

„Óli Valur fær högg í andlitið og liggur í grasinu en leikurinn heldur áfram. Ivancic kemur með fyrirgjöfina frá vinstri, boltinn fer framhjá manninum sem átti líkast til að fá sendinguna og hann fer eiginlega bara af Bibija og í netið. Boltinn fer bara óvart af honum," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner