Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ótrúlegt hrun hjá Víkingum - Breiðablik spilar úrslitaleik um sæti í Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur var í ansi góðum málum fyrir seinni leikinn gegn Bröndby í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Víkingur vann frábæran 3-0 sigur í fyrri leiknum í Víkinni. Útlitið varð enn bjartara þegar Clement Bischoff, leikmaður Bröndby, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að traðka á Tarik Ibrahimagic.

Bröndby komst hins vegar yfir í kvöld þegar Nicolai Vallys skoraði með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu í blálok fyrri hálfleiksins.

Vallys bætti við sínu öðru marki og öðru marki Bröndby þegar hann skoraði snemma í seinni hálfleik. Stuttu síðar jöfnuðu Danirnir einvígið þegar Filip Bundgaard kom boltanum í netið eftir að hafa unnið baráttuna við Róbert Orra Þorkelsson.

Bundgaard kom síðan Bröndby yfir í einvíginu þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teiginn eftir vandræðagang í vörn Víkinga.

Ótrúlegt hrun hjá Víkingum sem hafa lokið leik í Evrópukeppni þetta tímabilið.

Breiðablik er fallið úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan var jöfn, 1-1, eftir fyrri leikinn ytra.

Gestirnir náðu forystunni snemma leiks á Kópavogsvelli í kvöld þegar Nemanja Bilbija kom boltanum í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik og það var martraðarbyrjun fyrir Blika í seinni hálfleik þar sem Valgeir Valgeirsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Breiðablik komst aftur inn í leikinn eftir klukkutíma leik þegar Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu.

Í uppbótatíma fékk Arnór Gauti Jónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það var það síðasta markverða í leiknum og er Breiðablik því úr leik í Evrópudeildinni en spilar úrslitaleik gegn FC Milsami Orhei, frá Moldóva, eða Virtus A.C. 1964, frá San Maríno um sæti í deildakeppni sambandsdeildarinnar. Milsami leiðir 3-2 eftir fyrri leikinn en þegar þetta er skrifað er staðan markalaus í seinni leiknum eftir um hálftíma leik.

Bröndby 4 - 0 Víkingur R.
1-0 Nicolai Vallys ('45 )
2-0 Nicolai Vallys ('53 )
3-0 Filip Bundgaard ('57 )
4-0 Filip Bundgaard ('72 )
Rautt spjald: Clement Bischoff, Bröndby ('18) Lestu um leikinn

Breiðablik 1 - 2 Zrinjski Mostar
0-1 Nemanja Bilbija ('7 )
1-1 Valgeir Valgeirsson ('46 , sjálfsmark)
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('61 , víti)
Rautt spjald: Arnór Gauti Jónsson, Breiðablik ('92) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner