Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Bröndby rekinn af velli - Traðkaði harkalega á Ibrahimagic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er í mjög góðum málum í Danmörku þar sem liðið er í heimsókn hjá Bröndby í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Staðan er markalaus eftir um 25 mínútna leik en Víkingur er þremur mörkum yfir í einvíginu eftir fyrri leikinn í Víkinni.

Lestu um leikinn: Bröndby 4 -  0 Víkingur R.

Víkingur er manni fleiri eftir að Clement Bischoff, leikmaður Bröndby, var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot. Hann traðkaði á Tarik Ibrahimagic eftir að sá síðarnefndi datt eftir baráttu við Bischoff.

„Hann missir algjörlega hausinn! Bröndby missir mann af velli með rautt spjald. Þetta var alveg gjörsamlega galið!!!! Hann er í baráttu við Tarik Ibrahimagic og Tarik fellur til jarðar, þá traðkar Bischoff á honum. Eins rautt og það verður! Ekki eðilega heimskulegt," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner