Tottenham hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmi kynþáttafordóma í garð franska framherjans Mathys Tel.
Hinn tvítugi Tel kom inn á sem varamaður í gær þegar Tottenham missti frá sér 2-0 forystu gegn Paris Saint-Germain í leiknum um Ofurbikar Evrópu.
Hinn tvítugi Tel kom inn á sem varamaður í gær þegar Tottenham missti frá sér 2-0 forystu gegn Paris Saint-Germain í leiknum um Ofurbikar Evrópu.
Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og þar klikkaði Tel á vítapunktinum. Tottenham tapaði 4-3 í vítakeppninni.
Eftir leikinn varð Tel fyrir miklum kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum.
Tottenham sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem félagið fordæmir þetta. Félagið segir þá aðila sem hafi verið að senda Tel skilaboð vera gungur sem feli sig á bak við nafnlausa reikninga. Félagið segir þetta ógeðslegt.
Lundúnafélagið segist ætla að vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins.
Athugasemdir