Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 01. júní 2021 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Real Madrid alltaf átt stað í hjarta mínu
Carlo Ancelotti er mættur aftur til Real Madrid
Carlo Ancelotti er mættur aftur til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var í dag kynntur sem nýr þjálfari Real Madrid á Spáni en hann gerði þriggja ára samning við félagið.

Ancelotti þjálfaði Madrídinga frá 2013 til 2015 en hann vann bæði spænska konungsbikarinn og Meistaradeild Evrópu á tíma sínum þar áður en hann var látinn fara frá félaginu.

Hann tók við Everton í desember árið 2019. Þrátt fyrir frábæra byrjun á tímabilinu sem var að klárast þá endaði liðið í 10. sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti.

Zinedine Zidane yfirgaf Madrídinga á dögunum og opnaðist því pláss fyrir Ancelotti en hann segir að þetta tækifæri hafi verið afar óvænt.

„Ég vil þakka Everton, leikmönnunum og stuðningsmönnunum fyrir að gefa mér tækifæri á að stýra þessu magnaða og sögulega félagi. Ég ákvað að yfirgefa félagið því mér barst ný áskorun hjá félagi sem hefur alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu, Real Madrid," sagði Ancelotti á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner