Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
   þri 01. júní 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Katelin Talbert: Við getum farið alla leið í bikarnum
Katelin Talbert
Katelin Talbert
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Katelin Talbert, markvörður FH, var ánægð með sigurinn á Þór/KA í Mjólkurbikarnum í kvöld en liðið er nú með bókað sæti í 8-liða úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 6 -  5 Þór/KA

Talbert kom til FH frá Bandaríkjunum en hún spilaði í háskólaboltanum þar og var þá á reynslu hjá OL Reigns í atvinnumannadeildinni þar í landi.

Hún hjálpaði FH að komast í 8-liða úrslitin en henni tókst að verja vítaspyrnu frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vítakeppninni og það skildi liðin að.

„Mér líður vel og við spiluðum vel. Það var smá stress í framlengingunni en við gerðum vel að halda bolta og ég er mjög stolt af liðinu því þær gerðu vel og það var smá spenna fyrir vítakeppnina líka því ég hef ekki tekið þátt í slíkri í langan tíma," sagði Talbert.

„Stelpurnar tóku góðar vítaspyrnur og mér fannst þetta frábær leikur og ánægð með að ná í sigurinn."

„Ég sá hana stara í annað hornið en mjaðmirnar voru í annarri stellingu þannig ég var viss um að hún myndi skjóta í þetta horn og ég náði að verja þetta sem var spennandi og skemmtilegt."


Talbert er hrifin af Íslandi og boltanum hér en hún segir spilamennskuna hér þó öðruvísi.

„Ég elska þetta hérna. Þetta er öðruvísi en í Bandaríkjunum, það er miklu hærri pressa hérna og leikmenn alltaf á eftir boltanum en í Bandaríkjunum er spilað hægara og við erum alltaf að leita að sendingum."

Hún hefur mikla trú á FH-liðinu og segir að stefnan er að fara alla leið í bikarnum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Ég held að við getum farið alla leið ef við leggjum mikið á okkur. Ég hef mikla trú á liðinu og þetta er frábær hópur og allar stelpurnar peppa hvor aðra. Ég held við eigum möguleika á að vinna þetta," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner