Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
   þri 01. júní 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Katelin Talbert: Við getum farið alla leið í bikarnum
Katelin Talbert
Katelin Talbert
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Katelin Talbert, markvörður FH, var ánægð með sigurinn á Þór/KA í Mjólkurbikarnum í kvöld en liðið er nú með bókað sæti í 8-liða úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 6 -  5 Þór/KA

Talbert kom til FH frá Bandaríkjunum en hún spilaði í háskólaboltanum þar og var þá á reynslu hjá OL Reigns í atvinnumannadeildinni þar í landi.

Hún hjálpaði FH að komast í 8-liða úrslitin en henni tókst að verja vítaspyrnu frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vítakeppninni og það skildi liðin að.

„Mér líður vel og við spiluðum vel. Það var smá stress í framlengingunni en við gerðum vel að halda bolta og ég er mjög stolt af liðinu því þær gerðu vel og það var smá spenna fyrir vítakeppnina líka því ég hef ekki tekið þátt í slíkri í langan tíma," sagði Talbert.

„Stelpurnar tóku góðar vítaspyrnur og mér fannst þetta frábær leikur og ánægð með að ná í sigurinn."

„Ég sá hana stara í annað hornið en mjaðmirnar voru í annarri stellingu þannig ég var viss um að hún myndi skjóta í þetta horn og ég náði að verja þetta sem var spennandi og skemmtilegt."


Talbert er hrifin af Íslandi og boltanum hér en hún segir spilamennskuna hér þó öðruvísi.

„Ég elska þetta hérna. Þetta er öðruvísi en í Bandaríkjunum, það er miklu hærri pressa hérna og leikmenn alltaf á eftir boltanum en í Bandaríkjunum er spilað hægara og við erum alltaf að leita að sendingum."

Hún hefur mikla trú á FH-liðinu og segir að stefnan er að fara alla leið í bikarnum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Ég held að við getum farið alla leið ef við leggjum mikið á okkur. Ég hef mikla trú á liðinu og þetta er frábær hópur og allar stelpurnar peppa hvor aðra. Ég held við eigum möguleika á að vinna þetta," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner