Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 01. júní 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Katelin Talbert: Við getum farið alla leið í bikarnum
Katelin Talbert
Katelin Talbert
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Katelin Talbert, markvörður FH, var ánægð með sigurinn á Þór/KA í Mjólkurbikarnum í kvöld en liðið er nú með bókað sæti í 8-liða úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 6 -  5 Þór/KA

Talbert kom til FH frá Bandaríkjunum en hún spilaði í háskólaboltanum þar og var þá á reynslu hjá OL Reigns í atvinnumannadeildinni þar í landi.

Hún hjálpaði FH að komast í 8-liða úrslitin en henni tókst að verja vítaspyrnu frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vítakeppninni og það skildi liðin að.

„Mér líður vel og við spiluðum vel. Það var smá stress í framlengingunni en við gerðum vel að halda bolta og ég er mjög stolt af liðinu því þær gerðu vel og það var smá spenna fyrir vítakeppnina líka því ég hef ekki tekið þátt í slíkri í langan tíma," sagði Talbert.

„Stelpurnar tóku góðar vítaspyrnur og mér fannst þetta frábær leikur og ánægð með að ná í sigurinn."

„Ég sá hana stara í annað hornið en mjaðmirnar voru í annarri stellingu þannig ég var viss um að hún myndi skjóta í þetta horn og ég náði að verja þetta sem var spennandi og skemmtilegt."


Talbert er hrifin af Íslandi og boltanum hér en hún segir spilamennskuna hér þó öðruvísi.

„Ég elska þetta hérna. Þetta er öðruvísi en í Bandaríkjunum, það er miklu hærri pressa hérna og leikmenn alltaf á eftir boltanum en í Bandaríkjunum er spilað hægara og við erum alltaf að leita að sendingum."

Hún hefur mikla trú á FH-liðinu og segir að stefnan er að fara alla leið í bikarnum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Ég held að við getum farið alla leið ef við leggjum mikið á okkur. Ég hef mikla trú á liðinu og þetta er frábær hópur og allar stelpurnar peppa hvor aðra. Ég held við eigum möguleika á að vinna þetta," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner