Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
   þri 01. júní 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Katelin Talbert: Við getum farið alla leið í bikarnum
Katelin Talbert
Katelin Talbert
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Katelin Talbert, markvörður FH, var ánægð með sigurinn á Þór/KA í Mjólkurbikarnum í kvöld en liðið er nú með bókað sæti í 8-liða úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 6 -  5 Þór/KA

Talbert kom til FH frá Bandaríkjunum en hún spilaði í háskólaboltanum þar og var þá á reynslu hjá OL Reigns í atvinnumannadeildinni þar í landi.

Hún hjálpaði FH að komast í 8-liða úrslitin en henni tókst að verja vítaspyrnu frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vítakeppninni og það skildi liðin að.

„Mér líður vel og við spiluðum vel. Það var smá stress í framlengingunni en við gerðum vel að halda bolta og ég er mjög stolt af liðinu því þær gerðu vel og það var smá spenna fyrir vítakeppnina líka því ég hef ekki tekið þátt í slíkri í langan tíma," sagði Talbert.

„Stelpurnar tóku góðar vítaspyrnur og mér fannst þetta frábær leikur og ánægð með að ná í sigurinn."

„Ég sá hana stara í annað hornið en mjaðmirnar voru í annarri stellingu þannig ég var viss um að hún myndi skjóta í þetta horn og ég náði að verja þetta sem var spennandi og skemmtilegt."


Talbert er hrifin af Íslandi og boltanum hér en hún segir spilamennskuna hér þó öðruvísi.

„Ég elska þetta hérna. Þetta er öðruvísi en í Bandaríkjunum, það er miklu hærri pressa hérna og leikmenn alltaf á eftir boltanum en í Bandaríkjunum er spilað hægara og við erum alltaf að leita að sendingum."

Hún hefur mikla trú á FH-liðinu og segir að stefnan er að fara alla leið í bikarnum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Ég held að við getum farið alla leið ef við leggjum mikið á okkur. Ég hef mikla trú á liðinu og þetta er frábær hópur og allar stelpurnar peppa hvor aðra. Ég held við eigum möguleika á að vinna þetta," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner