Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   þri 01. júní 2021 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Katelin Talbert: Við getum farið alla leið í bikarnum
Katelin Talbert
Katelin Talbert
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Katelin Talbert, markvörður FH, var ánægð með sigurinn á Þór/KA í Mjólkurbikarnum í kvöld en liðið er nú með bókað sæti í 8-liða úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 6 -  5 Þór/KA

Talbert kom til FH frá Bandaríkjunum en hún spilaði í háskólaboltanum þar og var þá á reynslu hjá OL Reigns í atvinnumannadeildinni þar í landi.

Hún hjálpaði FH að komast í 8-liða úrslitin en henni tókst að verja vítaspyrnu frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vítakeppninni og það skildi liðin að.

„Mér líður vel og við spiluðum vel. Það var smá stress í framlengingunni en við gerðum vel að halda bolta og ég er mjög stolt af liðinu því þær gerðu vel og það var smá spenna fyrir vítakeppnina líka því ég hef ekki tekið þátt í slíkri í langan tíma," sagði Talbert.

„Stelpurnar tóku góðar vítaspyrnur og mér fannst þetta frábær leikur og ánægð með að ná í sigurinn."

„Ég sá hana stara í annað hornið en mjaðmirnar voru í annarri stellingu þannig ég var viss um að hún myndi skjóta í þetta horn og ég náði að verja þetta sem var spennandi og skemmtilegt."


Talbert er hrifin af Íslandi og boltanum hér en hún segir spilamennskuna hér þó öðruvísi.

„Ég elska þetta hérna. Þetta er öðruvísi en í Bandaríkjunum, það er miklu hærri pressa hérna og leikmenn alltaf á eftir boltanum en í Bandaríkjunum er spilað hægara og við erum alltaf að leita að sendingum."

Hún hefur mikla trú á FH-liðinu og segir að stefnan er að fara alla leið í bikarnum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Ég held að við getum farið alla leið ef við leggjum mikið á okkur. Ég hef mikla trú á liðinu og þetta er frábær hópur og allar stelpurnar peppa hvor aðra. Ég held við eigum möguleika á að vinna þetta," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner