Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV, ræddi við Tryggva Guðmundsson, fréttaritara Fótbolta.net, eftir 3-0 sigurinn á HK, en hann var kærkominn.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 0 HK
Eyjamenn höfðu tapað fimm leikjum í röð í deildinni áður en liðinu tókst að vinna afgerandi sigur á HK-ingum.
Felix gerði þriðja markið með laglegu hægri fótar skoti en þetta var annað mark hans í deildinni á tímabilinu.
„Þetta er búið að vera eins og það er. Margt á móti okkur en við erum líka búnir að spila ekkert sérstakan fótbolta. Við sýndum það og sönnuðum í dag að við getum spilað fótbolta og gerðum það mjög vel í dag,“ sagði Felix við Fótbolta.net.
Felix Örn er örvfættur en hefur skorað síðustu þrjú deildarmörk með hægri.
„Það er nokkurn vegin þannig. Síðustu þrjú mörk sem ég hef skorað eru með hægri þannig það er eins og það er,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir