Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. júní 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Roma tilbúið að selja Abraham
Mynd: EPA
Roma mun hlusta á tilboð í Tammy Abraham í sumar, eftir að ljóst varð í gær að liðið mun ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Abraham er 25 ára sóknarleikmaður sem keyptur var frá Chelsea fyrir 34 milljónir punda og hann hefur skorað 36 mörk á tveimur tímabilum sínum á Ítalíu.

Abraham var í byrjunarliði Roma í gær þegar liðið tapaði gegn Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Telegraph segir að Abraham sé einn af leikmönnunum sem Roma horfir til að selja en félagið á í vandræðum með að standast Financial Fair Play fjárhagsreglurnar.

Abraham hefur skorað níu deildarmörk á þessu tímabili sem er ekki sami fjöldi og hann var með á fyrsta tímabilinu sínu í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner