Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   sun 01. júní 2025 17:37
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn hrósaði Vestra - „Held að þeir geti beðið lengi og orðið gráhærðir og skeggjaðir á meðan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel með að hafa unnið þennan leik, mér líður vel með karakterinn sem aða við sýndum það er ekki létt verk og ég held að það hafi ekki margir snúið tapstöðu í sigurstöðu á móti Vestra í sumar."


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Vestri

„Leikurinn spilaði nokkurveigin eins og ég bjóst við, við vorum meira með boltann en fannst við hægir í spilinu og full mikið af feilsendingum en mér fannst við vera sterkir varnarlega í dag."

„Ef einhverjir eru að bíða eftir því að Vestri verði ekki í efri hlutanum að þá held ég að þeir geti beðið lengi, orðið gráhærðir og skeggjaðir á meðan."

„Það er auðvitað bara mjög mikilvægt fyrir okkur. Atli Sigurjónsson átti náttúrulega ekki að spila þennan leik og er hálfmeiddur, en einhvern vegin þvingaði hann sig inn í hópinn í gær. Það er sérstaklega mikilvægt að fá framlag frá sem flestum því við erum með níu menn á meiðslalista og hvert framlag telur og það taldi svo sannarlega í dag."

Stóra atvikið í leiknum og það sem allir eru að tala um er að Daði Berg Jónsson skoraði löglegt mark og átti ef allt hefði verið eðlilegt að koma Vestra í tveggja markaforystu en flaggið fór á loft. Sjónvarpsendursýningar sýna að Aron Þóður Albertsson spilaði Daða réttstæðan.

„Ef það var ekki rangstæða þá getum við sagt það að verkefnið hefði orðið töluvert erfiðara, ég ætla ekki að segja að við hefðum ekki geta snúið þess við þótt staðan hefði verið 2-0 en verkefnið hefði verið erfiðara." 


Athugasemdir
banner