Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 01. júní 2025 17:37
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn hrósaði Vestra - „Held að þeir geti beðið lengi og orðið gráhærðir og skeggjaðir á meðan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður mjög vel með að hafa unnið þennan leik, mér líður vel með karakterinn sem aða við sýndum það er ekki létt verk og ég held að það hafi ekki margir snúið tapstöðu í sigurstöðu á móti Vestra í sumar."


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Vestri

„Leikurinn spilaði nokkurveigin eins og ég bjóst við, við vorum meira með boltann en fannst við hægir í spilinu og full mikið af feilsendingum en mér fannst við vera sterkir varnarlega í dag."

„Ef einhverjir eru að bíða eftir því að Vestri verði ekki í efri hlutanum að þá held ég að þeir geti beðið lengi, orðið gráhærðir og skeggjaðir á meðan."

„Það er auðvitað bara mjög mikilvægt fyrir okkur. Atli Sigurjónsson átti náttúrulega ekki að spila þennan leik og er hálfmeiddur, en einhvern vegin þvingaði hann sig inn í hópinn í gær. Það er sérstaklega mikilvægt að fá framlag frá sem flestum því við erum með níu menn á meiðslalista og hvert framlag telur og það taldi svo sannarlega í dag."

Stóra atvikið í leiknum og það sem allir eru að tala um er að Daði Berg Jónsson skoraði löglegt mark og átti ef allt hefði verið eðlilegt að koma Vestra í tveggja markaforystu en flaggið fór á loft. Sjónvarpsendursýningar sýna að Aron Þóður Albertsson spilaði Daða réttstæðan.

„Ef það var ekki rangstæða þá getum við sagt það að verkefnið hefði orðið töluvert erfiðara, ég ætla ekki að segja að við hefðum ekki geta snúið þess við þótt staðan hefði verið 2-0 en verkefnið hefði verið erfiðara." 


Athugasemdir
banner