Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 01. júlí 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Guðrún Karítas lánuð til ÍA (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er búið að tryggja sér öfluga og leikreynda Valsstelpu að láni í sumar. Guðrún Karítas Sigurðardóttir mun spila á Skaganum og verður vafalítið gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir ÍA sem er með tvö stig eftir tvær umferðir í Lengjudeildinni.

Guðrún Karítas hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla og fer upp á Skaga í einn mánuð til að komast aftur í leikform.

Hún hóf ferilinn með ÍA en lék fyrir Stjörnuna og KR áður en hún hélt í Hlíðarnar til að spila með Val 2018.

Guðrún hefur spilað í efstu deild síðustu sex ár og býr yfir dýrmætri reynslu. Hún á 48 keppnisleiki að baki fyrir ÍA, 34 fyrir Stjörnuna, 25 fyrir Val og 17 fyrir KR.

Þá hefur hún spilað fyrir öll yngri landslið Íslands frá U16 til U19.
Athugasemdir
banner
banner
banner