Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 11:11
Elvar Geir Magnússon
Íslandsvinur opnar sig um spilavanda sinn
Toft spilaði með Val 2016.
Toft spilaði með Val 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Rolf Toft hefur stigið fram og opnað sig varðandi spilafíkn sem hann glímdi við. Toft lék hér á landi 2014-2016; með Stjörnunni, Víking og Val.

Ári áður en hann kom til Íslands fór hann í meðferð vegna veðmálafíknar.

Hann segist hafa byrjað að veðja á leiki þegar hann var leikmaður í Álaborg og spilavandinn hafi síðan ágerst þegar hann gekk í raðir Vejle og hafði mikinn frítíma einn með sjálfum sér.

Hann eyddi háum fjárhæðum í að veðja á ýmsa kappleiki um allan heim og vaknaði stundum á nóttunni til að skoða úrslit.

Foreldrar hans skárust í leikinn og móðir hans tók yfir bankareikninginn hans um tíma.

Toft spilar í dag með áhugamannaliðinu Nörresundby en í viðtali við danska fjölmiðla kallar hann eftir því að ungir fótboltamenn fái fræðslu varðandi veðmálafíkn því auðvelt sé að missa stjórn á hlutunum.
Athugasemdir
banner
banner