Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Lánssamningur Saliba ekki framlengdur - Missir af úrslitaleik
Mynd: Arsenal
Arsenal hefur hafnað beiðni Saint-Etienne um að framlengja lánssamning varnarmannsins William Saliba um einn mánuð.

Hinn 19 ára gamli Saliba kom til Arsenal frá Saint-Etienne á 27 milljónir punda síðastliðið sumar en var lánaður beint aftur til franska félagsins.

Franska úrvalsdeildin var flautuð af í apríl vegna kórónaveirunnar. Saint-Etienne mætir hins vegar PSG í úrslitaleik franska bikarsins 24. júlí næstkomandi.

Lánssamningur Saliba rann út í gær og þrátt fyrir tilraunir Saint-Etienne fær félagið ekki að hafa hann lengur á láni.

Saliba er að koma til baka úr meiðslum og Arsenal vildi hafa hann í sérstöku æfingaprógrami fyrir næsta tímabil. Arsenal var tilbúið að framlengja lánið en í yfirlýsingu segir félagið að Saint-Etienne hafi ekki viljað fylgja þessari æfingaáætlun.
Athugasemdir
banner
banner