Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 15:21
Magnús Már Einarsson
Sara Björk til Lyon (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, hefur gert tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon.

Sara Björk varð á dögunum þýskur meistari með Wolfsburg fjórða árið í röð.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður ákvað að gera ekki nýjan samning við Wolfsburg og hún mun missa af bikarúrslitaleiknum með liðinu eftir að samningur hennar rann út í gær.

Sara mun nú ganga í raðir Lyon sem hefur orðið franskur meistari fjórtán ár í röð. Liðið hefur einnig unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð.

Sara var í liði Wolfsburg sem tapaði gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildarinnar í Kiev árið 2018.

Eftir að hafa leikið með Haukum og Breiðabliki á Íslandi þá gekk Sara til liðs við FC Rosengård í Svíþjóð árið 2011. Árið 2016 færði hún sig síðan yfir til Wolfsburg.

Athugasemdir
banner
banner