Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
banner
   fim 01. júlí 2021 14:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Tveir leikmenn Víkings komnir í sóttkví
Spila ekki gegn ÍA á mánudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn Víkings í Pepsi Max-deildinni eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist smitaðan leikmann Fylkis.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti þetta í samtali við 433.is.

Leikmennirnir verða ekki með Víkingum gegn ÍA á mánudaginn. Þeir hafa fengið bólusetningu en ekki er nægilega langur tími frá sprautunni til að þeir geti sloppið við sóttkví.

Í kringum fimmtán aðilar hjá Fylki eru komnir í sóttkví eftir að umræddur leikmaður greindist með Covid-19 og búið er að fresta leik liðsins gegn HK sem fram á tti að fara á sunnudaginn.

Sjá einnig:
Hálfri viku frá því að vera fullbólusettir - „Einhver álög á Fylki greinilega"
Athugasemdir
banner
banner
banner