Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2022 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Malacia á leið til Man Utd
Tyrell Malacia
Tyrell Malacia
Mynd: EPA
Hollenski vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er að ganga í raðir Manchester United frá Feyenoord en félögin hafa náð saman um kaupverð og allir samningar klárir. Þetta fullyrðir Fabrizio Romano.

Malacia er 22 ára gamall og spilað með Feyenoord allan sinn feril en hann var á leið til franska félagsins Lyon áður en United kom með tilboð á elleftu stundu.

Feyenoord samþykkti 15 milljón punda tilboð United og hefur leikmaðurinn náð samkomulagi við félagið um kaup og kjör.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og að kaupin verði staðfest á næstu dögum.

„Here We Go," sagði Fabrizio sem svo gott sem staðfestir kaup United.

Þetta verða fyrstu kaup Erik ten Hag en hann tók við liðinu í síðasta mánuði eftir að hafa stýrt Ajax síðustu ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner