Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo krefst skaðabóta frá lögfræðingi Kathryn Mayorga
Mynd: Getty Images

Lögfræðiteymi Cristiano Ronaldo vill stefna lögfræðingi Kathryn Mayorga og fer fram á skaðabætur upp á 626 þúsund dollara.


Mayorga er konan sem ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir meira en áratugi síðan á hótelherbergi í Las Vegas.

Lögfræðiteymi Ronaldo krefst þess að Leslie Mark Stovall, lögfræðingur Mayorga, verði gert að greiða þessar skaðabætur vegna hegðunar sinnar í dómsmáli Mayorga gegn Ronaldo.

Stovall notaðist við stolin gögn sem hún mátti ekki gera og neyddist Jennifer Dorsey dómari til að vísa málinu frá.

„Stovall fór yfir línuna með ósiðlegri hegðun. Hún vanvirti reglur dómsalsins ítrekað," skrifaði Dorsey meðal annars í 42-blaðsíðna niðurstöðu sinni þegar hún vísaði málinu frá.


Athugasemdir
banner
banner