Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. júlí 2022 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex um að spila fyrir Arnar: Ég dýrka það
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson talaði mjög vel um Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara Íslands, er hann var gestur í þættinum Chess After Dark núna um daginn.

Arnar hefur fengið mikla gagnrýni fyrir starf sitt sem landsliðsþjálfari, en Rúnar Alex er mikill aðdáandi þjálfarans.

„Ég dýrka það," sagði Rúnar Alex spurður að því hvernig væri að spila undir stjórn Arnars.

„Mér finnst hann frábær þjálfari. Hann er mjög skipulagður, taktískt er ég mjög ánægður með hann og svo er hann heiðarlegur. Þú þarft að vera góður í mannlegum samskiptum og heiðarlegur og hann er það."

Arnar hefur ekki náð góðum úrslitum en Rúnar Alex segir að hann þurfi að fá tíma.

„Hann þarf að fá tíma og hafa kannski sama lið nokkra leiki í röð. Það er margt sem spilar inn í þarna."


Athugasemdir
banner
banner