Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 01. júlí 2022 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Viðræður Barcelona og Leeds komnar langt á veg
Raphinha er á leið til Barcelona
Raphinha er á leið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona nálgast samkomulag við Leeds um brasilíska vængmanninn Raphinha. Gerard Romero, sem sérhæfir sig í fréttum um Barcelona, greinir frá þessu á Twitch-rás sinni.

Baráttan um Raphinha hefur verið ansi skrautleg í þessum sumarglugga.

Það var vitað frá fyrsta degi Raphinha vildi ólmur komast til Barcelona en fyrstu vikurnar var alls ekki útlit fyrir að það væri möguleiki vegna fjárhagsörðuleika spænska félagsins.

Umboðsmaður Raphinha, Deco, byrjaði þá að ræða við önnur félög en ensku blaðamennirnir greindu frá því að Arsenal væri að leiða kapphlaupið um hann.

Það leit ágætlega út þangað til Chelsea mætti í síðustu viku og lagði fram tilboð í leikmanninn sem Leeds samþykkti og því var leikmaðurinn á leið þangað, en nú er sagan önnur.

Barcelona er komið aftur í baráttuna og mun hafa betur gegn ensku félögunum. Spænski blaðamaðurinn Gerard Romero segir að Barcelona og Leeds séu nálægt því að ná saman um kaupverð á Raphinha.

Draumur hans er að spila með Barcelona. Raphinha, sem er 25 ára, hefur komið að 29 mörkum í 65 leikjum með Leeds í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner