
Valur vann 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið tryggði sér þar með farseðil á Laugardalsvöll í úrslitaleik. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Stjarnan
„Þetta er stórt, stórt fyrir félagið og fyrir strákana mína. Við höfum lagt mikla vinnu til að vera liðið sem keppir aftur um titla. Að komast alla leið í bikarnum var eitt af okkar markmiðum og nú erum við komnir einu skrefi nær því að vinna Mjólkurbikarinn."
Túfa er ánægður með spilamennsku liðsins.
„Byrjun leiks var eign Stjörnumanna, það sat svolítið meiri þreyta í mönnum en ég bjóst við. Þetta var að mig minnnir sjötti leikur á tuttugu dögum. Það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn, en við sýndum hvað býr í liðinu."
„Nú er ekki hægt að velja heimaleikinn. Þessi leikur er í ágúst, það skiptir ekki máli hvaða liði við mætum, bæði Vestri og Fram eru lið sem hafa verið mjög góð í sumar."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir