banner
   sun 01. ágúst 2021 21:00
Victor Pálsson
Mourinho talar um tölvuleik sem 'martröð'
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma, er enginn aðdáandi tölvuleiksins Fortnite sem flestir ættu að kannast við.

Fortnite er afar vinsæll skotleikur en það eru margir knattspyrnumenn sem hafa rifið í pinnann eða músina síðan hann kom út.

Mourinho svaraði spurningum hjá Roma fyrir helgi en hann tók við liðinu í sumar eftir að hafa yfirgefið Tottenham fyrr á árinu.

„Fortnite er martröð. Leikmennirnir eru vakandi alla nóttina að spila og eiga svo leik daginn eftir," sagði Mourinho.

Það er því hægt að segja að Fortnite verði ekki mikið spilaður í herbúðum Roma en Mourinho tekur ekki vel í það að leikmenn séu vakandi lengi.

Mourinho er að stoppa í annað sinn á Ítalíu en hann hefur áður stýrt liði Inter Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner