Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. ágúst 2021 20:31
Victor Pálsson
Noregur: Viðar Ari skoraði í óvæntu tapi - Brynjólfur lagði upp tvö
Brynjólfur átti góðan leik.
Brynjólfur átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Ari Jónsson lék með liði Sandefjord í dag sem mætti Arendal í norska bikarnum en önnur umferð fór fram.

Leikurinn í dag var gríðarlega fjörugur en venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli og var því gripið til framlengingar.

Þar skoraði Arendal tvö mörk gegn einu frá Sandefjord en Viðar gerði mark þess síðarnefnda sem dugði því miður ekki til.

Brynjólfur Andersen Willumsson átti góðan leik fyrir lið Kristiansund og lagði upp tvö mörk í 5-1 sigri á Tiller.

Emil Pálsson og félagar í Sarpsborg tryggðu sér áfram með 3-0 sigri á Nordstrand og lék Alfons Sampsted 88 mínútur í 3-1 sigri Bodo/Glimt á Junkeren.

Samúel Kári Friðjónsson lék með Viking sem lagði Djerv með tveimur mörkum gegn engu og er Björn Bergmann Sigurðarson að ná sér af meiðslum og spilaði í 2-1 sigri Molde á Hodd.

Hólmar Örn Eyjólfsson er á mála hjá Rosenborg sem skoraði þá 11 mörk gegn smáliði Orkla og fer örugglega áfram. Hólmar var á varamannabekknum í dag.

Íslendingalið Tromso, Valerenga Stromsgodset eru einnig komin áfram en þar spiluðu okkar menn ekki í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner