sun 01. ágúst 2021 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er alltaf gaman að einhverju nýju og spennandi"
Sóknarmaðurinn Ivan Toney.
Sóknarmaðurinn Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Fréttamenn Fótbolta.net spá því að nýliðarnir þrír - Brentford, Norwich og Watford - falli úr ensku úrvalsdeildinni. Brentford er spáð 18. sæti.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Nýverið greindum við frá því að enski boltinn yrði áfram hjá Símanum.

„Ég lýg því ekki að ég fagnaði dátt að fá Brentford upp í Premier League. Það er alltaf gaman að einhverju nýju og spennandi og það á svo sannarlega við um Brentford," segir Tómas.

„Það þarf meira síðupláss til að fara yfir tölfræðina og allt í kringum Brentford-liðið og hvernig það kaupir leikmenn en greinar hafa nú verið skrifaðar um þetta merka lið. Hvort þessi Money Ball-aðferð virki í sterkustu deild heims hlakkar mann mikið til að sjá og því verður Brentford klárlega ein af sögum tímabilsins."

„Ivan Toney er maður til að fylgjast með en hann er enn einn framherjinn sem Brentford hefur fundið og gert að markavél."

Sjá einnig:
Einn gáfaðasti maður fótboltans gjörbreytti Brentford
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner