Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. ágúst 2022 16:45
Ívan Guðjón Baldursson
Gueye er í læknisskoðun hjá Everton
Gueye gekk fyrst í raðir Everton sumarið 2016. Félagið nýtti sér söluákvæði sem var í samningi leikmannsins hjá Aston Villa sem féll úr úrvalsdeildinni.
Gueye gekk fyrst í raðir Everton sumarið 2016. Félagið nýtti sér söluákvæði sem var í samningi leikmannsins hjá Aston Villa sem féll úr úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images

Idrissa Gana Gueye er staddur í Liverpool þessa stundina þar sem hann gengst undir læknisskoðun til að ganga aftur í raðir Everton.


Gueye er 32 ára miðjumaður frá Senegal sem var lykilmaður hjá Everton áður en félagið seldi hann til Paris Saint-Germain fyrir þremur árum.

Gueye spilaði 111 leiki hjá PSG en er ekki í áformum nýráðna þjálfarans, Christophe Galtier, og með aðeins eitt ár eftir af samningnum við félagið.

Leikmaðurinn er talinn taka á sig launalækkun til að ganga í raðir Everton en kaupverðið er óljóst, þó það ætti ekki að nema meira en 10 milljónum evra.

PSG borgaði rúmlega 30 milljónir evra fyrir Gueye sumarið 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner