Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum er Lyngby tapaði naumlega gegn Nordsjælland í þriðju umferð danska deildartímabilsins.
Freyr Alexandersson hefur gert frábæra hluti frá því að hann tók við stjórn á Lyngby en byrjunin á frumraun hans í efstu deild hefur verið strembin.
Lyngby er búið að spila þokkalega vel og verðskuldar að vera með meira en eitt stig eftir þrjár umferðir. Í dag var það Mads Hansen sem skoraði bæði mörk Nordsjælland, sem er með fullt hús stiga.
Nordsjælland 2 - 1 Lyngby
1-0 M. Hansen ('36)
1-1 E. Nielsen ('67)
2-1 M. Hansen ('80)
Í Svíþjóð sat markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson á varamannabekk Gautaborgar í sigri gegn Íslendingaliði Norrköping.
Andri Lucas Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason voru allir í byrjunarliði Norrköping sem er einnig orðað við Arnór Ingva Traustason þessa dagana.
Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur Göteborg sem er í sjötta sæti efstu deildar, sex stigum eftir toppliði Djurgården. Þetta var fjórða tap Norrköping í fimm leikjum og er liðið í neðri hlutanum með 16 stig eftir jafn margar umferðir, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Göteborg 2 - 0 Norrköping
1-0 K. Yakob ('30)
2-0 H. Carneil ('52)
Að lokum lék Daníel Leó Grétarsson allan leikinn fyrir Slask Wroclaw sem tapaði í þriðju umferð pólsku deildarinnar.
Wroclaw lenti tveimur mörkum undir snemma leiks og náði að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks svo úr varð gríðarlega spennandi seinni hálfleikur en jöfnunarmarkið kom aldrei. Þess í stað innsigluðu heimamenn sigurinn með marki í uppbótartíma.
Wroclaw er með fjögur stig eftir þrjár umferðir.
Korona Kielce 3 - 1 Slask Wroclaw
1-0 B. Spiaczka ('27)
2-0 J. Lukowski ('35)
2-1 J. Yeboah ('47)
3-1 B. Spiaczka ('94)