Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 01. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiddin hjá Val ógnvænleg - Þrjár sem fóru á EM á bekknum
Arna Sif og Þórdís Hrönn eftir leikinn í gær.
Arna Sif og Þórdís Hrönn eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann sterkan 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og skellti sér á toppinn í deildinni. Valur er núna með þriggja stiga forskot.

Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þær eru með gríðarlega sterkan leikmannahóp og það mátti kannski best sjá í því þegar það var skoðað hverjar vantaði hjá þeim í gær.

Arna Sif Ásgrímsdóttir er meidd og spilar ekki á tímabilinu, Málfríður Anna Eiríksdóttir er meidd, Anna Björk Kristjánsdóttir er ólétt og Camryn Hartman, ein af erlendu leikmönnum liðsins, er með slitið krossband Þá er Amanda Andradóttir, sem var ein sú besta í deildinni framan af, nýfarin út í atvinnumennsku.

Þá voru þrjár á bekknum hjá Val í gær sem fóru með Íslandi á EM 2022: Berglind Björg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Íris Dögg Gunnarsdóttir.

Málfríður Erna Sigurðardóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir voru líka á bekknum hjá Val, en þær eiga báðar leiki fyrir A-landslið Íslands.

Á meðan voru allar nema á bekknum hjá Breiðabliki fæddar 2004 eða fyrr, og ekki mjög reynslumiklar í meistaraflokki.

Valskonur eru núna með yfirhöndina en það eru fróðlegar vikur framundan hjá liðinu þar sem þær eru á toppnum í deildinni, í bikarúrslitum gegn Breiðabliki og á leið í Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner