Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 01. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búnir að finna arftaka Merino sem er á leið til Arsenal
Carlos Soler.
Carlos Soler.
Mynd: EPA
Real Sociedad er í viðræðum við Paris Saint-Germain um kaup á miðjumanninum Carlos Soler.

Fabrizio Romano segir frá þessu og bætir við að Sociedad sjái hann sem arftaka fyrir Mikel Merino sem er mögulega á leið til Arsenal.

Það er búist við því að Merino fari til Arsenal ef allt gengur samkvæmt plani.

Arsenal er að færast nær því að kaupa Merino, en hann er búinn að ná persónulegu samkomulagi við félagið. Talið er að kaupverðið verði svo í kringum 30 milljónir evra.

Soler er 27 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 63 leiki með PSG síðustu tvö tímabilin. Hann lék þar áður með Valencia á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner