Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 01. ágúst 2024 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pascal Gross í Dortmund (Staðfest)
Pascal Gross.
Pascal Gross.
Mynd: Dortmund
Borussia Dortmund hefur gengið frá kaupum á hinum fjölhæfa Pascal Gross frá Brighton á Englandi.

Talið er að kaupverðið sé í kringum 10 milljónir punda.

Gross yfirgefur Brighton eftir að hafa verið í sjö ár hjá félaginu. Hann spilaði alls 261 leik fyrir enska félagið, skoraði 32 mörk og lagði upp 52 ofan á það.

Hjá Brighton leysti Gross líklega allar stöður sem hægt var að leysa en honum líður líklega best inn á miðsvæðinu.

Hinn 33 ára gamli Gross gengur núna til liðs við Dortmund og skrifar undir tveggja ára samning. Hann ber sterkar taugar til Dortmund þar sem hann ólst þar upp.
Athugasemdir
banner