Borussia Dortmund hefur gengið frá kaupum á hinum fjölhæfa Pascal Gross frá Brighton á Englandi.
Talið er að kaupverðið sé í kringum 10 milljónir punda.
Talið er að kaupverðið sé í kringum 10 milljónir punda.
Gross yfirgefur Brighton eftir að hafa verið í sjö ár hjá félaginu. Hann spilaði alls 261 leik fyrir enska félagið, skoraði 32 mörk og lagði upp 52 ofan á það.
Hjá Brighton leysti Gross líklega allar stöður sem hægt var að leysa en honum líður líklega best inn á miðsvæðinu.
Hinn 33 ára gamli Gross gengur núna til liðs við Dortmund og skrifar undir tveggja ára samning. Hann ber sterkar taugar til Dortmund þar sem hann ólst þar upp.
Athugasemdir