Íslensku liðin halda áfram í forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag.
Allir leikirnir eru ytra en Stjarnan mætir fyrst til leiks gegn Paida frá Eistlandi. Stjarnan er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur á Samsungvellinum í síðustu viku. Sigurvegarinn í einvíginu mætir Valgeiri Lunddal Friðrikssyni og félögum í Hacken í næstu umferð.
Víkingur heimsækir Egnatia frá Albaníu en albanska liðið er með 1-0 forystu. Takist Víkingum að snúa blaðinu við verður Flora frá Eistlandi andstæðingur Víkings í næstu umferð.
Síðasti leikur kvöldsins er svo milli St. Mirren og Vals sen fyrri leiknum hér heima lauk með markalausu jafntefli. Sigurvegarinn mætir annað hvort Go Ahead Eagles eeða Brann í næstu umferð. Staðan er markalaus í einvíginu en seinni leikurinn fer fram í kvöld.
Sambandsdeildin
16:30 Paide-Stjarnan (Pärnu Rannastaddion)
18:00 Egnatia-Víkingur R. (Loro Borici Stadium)
18:45 St. Mirren-Valur (Saint Mirren Park)