Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 01. september 2022 07:20
Brynjar Ingi Erluson
Bernardo Silva staðfestir að hann sé ekki á förum
Bernardo Silva
Bernardo Silva
Mynd: Getty Images
Portúgalski leikmaðurinn Bernardo Silva verður áfram hjá Manchester City. Þetta staðfestir hann í viðtali við RAC1.

Bernardo hefur í allt sumar verið orðaður við Barcelona og viðurkenndi Pep Guardiola, stjóri Man City, þann möguleika að hann gæti farið frá félaginu.

Barcelona var líklegasti kostur en viðræðunum miðaði ekkert áfram. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem Guardiola staðfesti að Bernardo yrði áfram.

Blaðamaðurinn Gerard Romero greindi frá því í gærkvöldi að Bernardo væri á leið til Barcelona og að Man City væri nú í leit að arftaka hans. Hann er vel tengdur inn í Barcelona og er oft með puttann á púlsinum, en talið er að þetta sinn séu Börsungar að nota hann sem einhverskonar áróðurspenna.

Bernardo neyddist því til að koma fram í viðtali og greina frá því að hann væri ekki á leið frá Man City og í raun hefði hann ekki fengið eitt einasta tilboð.

„Ég verð áfram hjá Manchester City og hef ekki fengið nein tilboð. Ég er ánægður hér og hef þegar tekið ákvörðun," sagði Bernardo við RAC1.
Athugasemdir
banner
banner
banner