Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
   sun 01. september 2024 20:35
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Óskar Hrafn stýrði KR til sigurs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri hálfleikurinn var frábær. Ef maður skoðar þetta betur í kvöld verður örugglega tilfinningin sú að við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við gerðum það sem við gerðum ekki nógu vel gegn HK og Vestra og það var að verja vítateiginn. Ég er feykilega ánægður með liðið og frammistöðuna og hjartað.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-2 sigur á ÍA í dag. 


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Benoný Breki skoraði svokallaða fullkomna þrennu. Með hægri, vinstri og skalla. Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá framherjanum?

Nei ekki nema að hann gat skorað fleiri mörk. Þetta var frábært. Benó er senterinn okkar og það er mikilvægt að hann sé með sjálfstraust. Hann var frábær fyrir framan markið, ég er ánægður með það og líka að Luke Rae hafi skorað því hann var frábær í fyrri hálfleik.

Bryndís Klara lést á Landspítalanum í vikunni eftir hræðilega árás á Menningarnótt á dögunum. Leikurinn var stopp á 17. mínútu leiksins þar sem hún var aðeins 17 ára gömul en þá risu allir á fætur og klöppuðu í heila mínútu til að minnast hennar.

Það er feykilega gott að gefa fólki tækifæri til að minnast hennar. Mér fannst þetta bara mjög vel til fundið.“

Luke Rae skoraði fjórða mark KR sem kom alveg í lokin.

Eitt ljúfasta augnablik á þjálfaraferlinum mínum var að sjá hann skora þetta fjórða mark. Þetta var óvenju mikilvægt mark sem í raun og veru kláraði þetta. Þetta var mjög ljúft ég skal viðurkenna það.“

Axel Óskar spilaði á miðjunni sem vakti athygli í aðdraganda leiksins en hann spilaði þar mjög vel.

Axel stóð sig vel í þessari stöðu. Mér fannst við þurfa líkamlegan styrk inn á miðjuna gegn Skaganum sem við fengum frá honum. Hann leysti þessa stöðu vel, ég er ánægður með hann. Hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig en hann gerði þetta vel.

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner