fim 01. október 2020 17:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Liverpool og Arsenal: Rúnar Alex á bekknum - Sautján breytingar
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Arsenal í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í leik sem hefst klukkan 18:45. Liðin mættust í úrvalsdeldinni á mánudag og eru liðin mikið breytt frá þeim leik.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir fjórar breytingar frá 2-7 útisigrinum gegn Lincoln í síðustu umferð og níu frá sigrinum gegn Arsenal á mánudag. Diogo Jota byrjar sinn fyrsta leik hjá Liverpool og þeir Mo Salah og Virgil van Dijk halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir átta breytingar á sínu liði frá leiknum á mánudag. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram á bekknum en þeir Granit Xhaka, Rob Holding og Bernd Leno eru áfram í byrjunarliðinu. Alls eru því sautján breytingar á liðunum frá leiknum á mánudag.

Byrjunarlið Liverpool: Adrian, N. Williams, R. Williams, Van Dijk, Milner, Grujic, Jones, Wilson, Minamino, Jota, Salah.

(Varamenn: Kelleher, Fabinho, Wijnaldum, Gomez, Robertson, Origi, Elliott.)

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Cedric, Holding, Gabriel, Kolasinac, Ceballos, Willock, Xhaka, Pepe, Nketiah, Saka.

(Varamenn: Rúnar Alex, David Luiz, Tierney, Elneny, Maitland-Niles, Nelson, Lacazette.)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner