Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 01. október 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paquetá kominn til Lyon (Staðfest) - Keita Balde til Samp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon er búið að staðfesta komu Lucas Paquetá til félagsins frá AC Milan.

Lyon er talið greiða 20 milljónir evra fyrir félagaskiptin og mun AC Milan fá prósentu af næstu sölu verði miðjumaðurinn seldur aftur.

Paquetá er 23 ára gamall og á ellefu A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Hann var keyptur til Milan fyrir rétt tæpar 40 milljónir evra í janúar 2019 en fann aldrei taktinn í ítalska boltanum. Í heildina kom hann við sögu í 44 leikjum á einu og hálfu ári hjá Milan. Hann kom oftar en ekki inn af bekknum.

Þá er Keita Balde Diao farinn frá Mónakó yfir til Sampdoria í Serie A. Claudio Ranieri er við stjórnvölinn hjá Samp sem hefur ekki gert mikið á leikmannamarkaðinum í sumar eftir hræðilegt gengi á síðustu leiktíð. Ranieri var fenginn til að bjarga Samp frá falli, sem tókst.

Samp er ekki með marga gæðaleikmenn innanborðs en liðið var að ganga frá kaupum á Antonio Candreva á dögunum. Keita Balde, sem var eitt sinn liðsfélagi Candreva hjá Inter, kemur á lánssamningi með kaupmöguleika.

Keita Balde er 25 ára gamall og hefur spilað 30 landsleiki fyrir Senegal þrátt fyrir samkeppni frá mönnum á borð við Sadio Mane og Ismaila Sarr.

Hann skoraði 8 mörk í 24 leikjum fyrir Mónakó á síðustu leiktíð en hann gerði garðinn frægan hjá Lazio þar sem hann skoraði 16 mörk í 34 leikjum tímabilið 2016-17.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner