Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. október 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Þrír leikir á sex dögum á Laugardalsvelli
Icelandair
Kristinn Jóhannsson.
Kristinn Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli í síðustu viku.
Úr leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta lítur ekkert illa út," sagði Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, um stöðuna á vellinum fyrir komandi leiki í október. Þrír leikir eru á dagskrá á Laugardalsvelli á næstunni.

Leikirnir á Laugardalsvelli
Fimmtudagur 8. október - Rúmenía (Umspil)
Sunnudagur 11. október - Danmörk (Þjóðadeildin)
Miðvikudagur 14. október - Belgía (Þjóðadeildin)

Ísland mætti Englandi í Þjóðadeildinni í september og kvennalandsliðið mætti Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM.

„September hefur verið erfiður og ég man ekki eftir svona leiðinlegum september. Það hefur verið mikil væta, lægðir og mikið álag. Við settum vökvunarkerfi niður í ágúst og það hefur verið ákveðin vinna að fylgja því eftir til að það grói sem best. Það er að smella saman núna en þessi kuldi er ekki að hjálpa okkur," sagði Kristinn.

„Þetta er ansi krefjandi verkefni og mun vera gott test fyrir okkur. Ég hef fulla trú á mínu starsfólki og að þetta muni ganga upp," bætti Kristinn við.

„Það hefur oftast verið þannig að það hafa verið tveir leikir í október og við höfum oftast komið vel út úr því. Það er spurning hvernig hitastigið verður í næstu viku."

„Við stefnum á að dúkaleggja völlinn í dag og hafa hann þannig fram yfir helgi til að hafa jarðvegshitann yfir frostmarki."

Ísland og Rúmenía áttu upphaflega að mætast í mars og mikil vinna var lögð í undirbúning síðastliðinn vetur. Kristinn segir að staðan á vellinum sé betri núna en í mars.

„Þó að það verkefni hafi gengið eins og í sögu þá er hann klárlega betri núna en í mars."

Auk leikjanna eru einnig æfingar á milli leikjanna í næstu og þarnæstu viku.

„Við reynum að vinna þetta vel með þjálfurunum og það er mjög þægilegt. Aðstaðan er þannig að það er ekkert æfingasvæði og það er erfitt að fá flóðlýsta grasvelli til að æfa á. Við stýrum þessu þannig að ef það er álag á einu svæði þá notum við það ekki," sagði Kristinn.
Athugasemdir
banner
banner