Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 01. október 2024 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framherjabreyting hjá Liverpool á morgun?
Nunez mættur aftur.
Nunez mættur aftur.
Mynd: EPA
Liverpool undirbýr sig nú fyrir leik gegn Bologna í 2. umferð Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Anfield og hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma annað kvöld.

BBC fjallar um að Diogo Jota og Ferderico Chiesa væru ekki sjáanlegir. Jota meiddist á fæti í leiknum gegn Wolves en eftir myndatöku komu í ljós að meiðslin væru ekki stórvægileg, en hann æfði allavega ekki í dag.

Jota, sem spilaði fyrir miðju í sóknarlínunni, kom að báðum mörkum Liverpool í sigrinum gegn Wolves á laugardag.

Darwin Nunez var hins vegar mættur á æfinguna en hann missti af leiknum gegn Wolves vegna veikinda. Andy Robertson, sem þurfti að fara af velli gegn Wolves, var einnig með á æfingunni.

Liverpool vann sigur á AC Milan í 1. umferðinni en Bologna gerði markalaust jafntefli gegn Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner