Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Ingi gengið í gegnum erfiða tíma: Tók á andlega
Brynjar Ingi á 14 landsleiki að baki.
Brynjar Ingi á 14 landsleiki að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Varnarjaxlinn Brynjar Ingi Bjarnason, sem gekk í raðir Vålerenga í fyrra, hefur átt erfitt uppdráttar í norska boltanum.


Brynjar Ingi, sem verður 23 ára í desember, er nýkominn aftur í byrjunarliðið hjá Vålerenga eftir erfitt sumar og haust.

Brynjar Ingi fékk Covid í maí og segir hafa gengið í gegnum erfiða tíma andlega.

„Þetta hafa verið vonbrigði. Ég vænti mikils af sjálfum mér en lenti á erfiðum kafla í maí þar sem ég fékk Covid og þetta tók á andlega. Það tók langan tíma að jafna sig," sagði Brynjar Ingi í viðtali við Eurosport eftir að hafa spilað 90 mínútur í 3-3 jafntefli gegn Sarpsborg um helgina.

„Ég er vonsvikinn út í sjálfan mig og á skilið að vera gagnrýndur."

Brynjar var að lokum spurður út í framtíðina sína hjá Vålerenga, þar sem hann á ennþá þrjú ár eftir af samningi.

„Ég er ekkert búinn að spá í því, við erum bara einbeittir að því að klára tímabilið á jákvæðum nótum. Við viljum halda einbeitingu síðustu tvo leikina."

Vålerenga er í fimmta sæti norsku deildarinnar með 43 stig eftir 28 umferðir en getur ekki náð Evrópusæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner