Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 01. nóvember 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Lífið eftir fótboltann er fullkomið“
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: EPA
Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, segist alls ekki sjá eftir því að hafa lagt skóna á hilluna fyrir mánuði síðan.

„Ég var hvort sem er hættur að spila," segir Hazard og vísar þar í síðustu mánuðina á Santiago Bernabeu.

Hazard mætti á Ballon d'Or verðlaunahátíðina í vikunni og var spurður að því hvernig lífið væri eftir fótboltann?

„Það er fullkomið. Ég nýt lífsins með fjölskyldu minni, börnunum mínum. Ég get gert það sem ég vil og það er fullkomið líf. Ákvörðunin var auðveld og ég er ánægður. Það er svo mikið fyrir utan fótboltann sem ég vildi gera að þetta var auðveld ákvörðun."

„Njóta lífsins, vera með fjölskyldunni og börnunum. Ég horfi enn á fótbolta í sjónvarpinu þegar ég get en sem stendur sakna ég þess ekkert að spila fótbolta. Sjáum hvað gerist eftir nokkra mánuði. Ég sagði alltaf að ég myndi hætta þegar ég væri hættur að hafa gaman að því spila fótbolta. Þetta var besta ákvörðunin, ég hafði ekki lengur gaman á æfingum og ekki heldur í leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner