Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Atli áfram hjá Breiðabliki
Brynjar Atli, lengst til vinstri.
Brynjar Atli, lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara Breiðabliks.

Hann hefur verið varamarkvörður liðsins síðustu ár en hann gekk í raðir Breiðabliks frá Njarðvík í janúar 2020.

Hann lék einn bikarleik með liðinu á nýliðnu tímabili, 2-1 tapleikinn gegn Keflavík, en kom ekkert við sögu í Bestu deildinni.

Anton Ari Einarsson aðalmarkvörður Breiðabliks átti frábært sumar og var valinn í lið ársins.

„Brynjar er fæddur árið 2000 og hefur verið ómetanlegur í verðlaunaliði Breiðabliks síðustu ár. Hann á 17 leiki fyrir félagið í deild, bikar, Evrópukeppnum og fleiri mótum," segir í tilkynningu Blika.
Athugasemdir
banner
banner
banner