Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
banner
   fös 01. nóvember 2024 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Slæmar fréttir fyrir Barcelona
Stuðningsmenn Barcelona halda enn í vonina um að Lamine Yamal og Nico spili saman hjá félaginu
Stuðningsmenn Barcelona halda enn í vonina um að Lamine Yamal og Nico spili saman hjá félaginu
Mynd: EPA
Spænski miðillinn Sport segir að Athletic Bilbao sé að undirbúa viðræður við spænska landsliðsmanninn Nico Williams, en nýr samningur mun líklega gera út um vonir Barcelona á að fá leikmanninn á næstunni.

Williams, sem er 22 ára gamall, var orðaður við Barcelona í allt sumar en félaginu mistókst að fá hann.

Barcelona gat ekki borgað 60 milljóna riftunarverð leikmannsins og fór því svo að hann var áfram hjá Athletic.

Félagið ætlaði að reyna aftur við hann næsta sumar en nú er komið babb í bátinn. Sport segir að Athletic sé nefnilega að hefja samningaviðræður við Nico um nýjan samning.

Nico er samningsbundinn til 2027 en hann myndi taka á sig myndarlega launahækkun og yrði þá riftunarverð hans hækkað verulega.

Stuðningsmenn Barcelona hafa haldið í vonina um að félagið fái Nico, en draumur þeirra er að Nico og Lamine Yamal spili á köntunum.

Vinirnir voru báðir valdir í úrvalslið Evrópumótsins í sumar er Spánn varð Evrópumeistari í fjórða sinn.
Athugasemdir
banner
banner