Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. desember 2021 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Áhorfandi í hjartastopp - Leikur Watford og Chelsea stöðvaður
Mynd: EPA
Búið er að stöðva leik Watford og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni vegna neyðaratviks í stúkunni en einn áhorfandinn á Vicarage Road fór í hjartastopp. Ensku miðlarnir greina frá þessu.

Leikurinn hófst klukkan 19:30 en aðeins þrettán mínútum síðar var leikurinn stöðvaður. Leikmenn gengu til búningsherbergja og er beðið eftir frekari fregnum.

Samkvæmt upplýsingum frá enskum fjölmiðlum þá fór áhorfandi í hjartastopp og voru bráðaliðar kallaðir til. Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, var sá fyrsti sem áttaði sig á atvikinu eftir að stuðningsmenn höfðu kallað til hans og náði hann að koma bráðaliðum af stað.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem áhorfandi fær hjartaáfall á leik í ensku úrvalsdeildinni en þetta gerði einnig í leik Tottenham og Newcastle í október.

Stuðningsmaðurinn, Alan George Smith, er á batavegi og er vonandi að niðurstaðan verði sú sama í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner