
Leikmenn sem komu inn í byrjunarlið franska landsliðsins gegn Túnis í gær voru ekki að gera neitt til að sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. Allavega flestir þeirra.
L'Equipe, stór íþróttamiðill í Frakklandi, tók miðjumanninn Matteo Guendouzi sérstaklega fyrir í einkunnagjöf franska liðsins eftir leik.
Guendouzi, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, fékk tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína.
„Við vitum ekki hvort hann var verri með eða án boltans. Maður velti því fyrir sér hvernig hann var svona lengi inn á vellinum," segir í umsögn L'Equipe og er bætt við að efasemdarraddirnar fyrir mót hafi verið réttar, það er að segja þær raddir um að hann hefði ekki átt að fara á mótið - hann væri ekki nægilega góður í það.
Youssouf Fofana, sem lék með Guendouzi á miðjunni, fékk líka tvo í einkunn. Hann átti mjög dapran dag eins og rætt var um í HM hringborðinu í gærkvöldi.
Athugasemdir