Chelsea hefur spilað virkilega vel undir stjórrn Enzo Maresca á tímabilinu en liðið er sem stendur í 5. sæti en liðið mætir Aston Villa í dag.
Það er mikil bæting á liðinu eftir síðasta tímabil. Liðið endaði í sjötta sæti en liðið spilaði vel undir lok tímabilsins.
Levi Colwill, varnarmaður liðsins, segist ekki vilja vera andstæðringur Chelsea.
„Ég yrði hræddur við að mæta Chelsea. Hvernig við brjótum lið niður og búum til svo mörg færi er geggjað. Maresca hefur komið inn og gefið okkur það sjálfstraust. Við förum inn í leeiki og það er sanngjarnt að segja, við berjum á liðum," sagði Colwill í samtali við Daily Mail.
Athugasemdir