Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   sun 01. desember 2024 18:53
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 
Snýr Willum aftur í boltann? - „Það er vel hugsanlegt“
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er dottinn af þingi. Framsóknarmönnum misstu mikið fylgi í kosningunum í gær og Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, datt einnig af þingi.

Willum virtist vera að halda sér á þingi en datt út með lokatölum.

„Þetta er sérstök upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða aðeins óvænt. Ég viðurkenni að þetta eru auðvitað vonbrigði," sagði Willum í viðtali í fréttum Stöðvar 2.

Hann var svo spurður að því hvort hann gæti snúið sér aftur að fótboltanum og svaraði: „Það er vel hugsanlegt."

Eins og flestir lesendur vita vel þá er Willum öflugur þjálfari og skilaði Íslandsmeistaratitlum í hús sem þjálfari KR og Vals. KR-ingar urðu tvisvar sinnum Íslandsmeistarar undir hans stjórn og þá gerði hann Val einnig að Íslands- og bikarmeisturum á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner