Arsenal er að vinna í því ganga frá kaupum á Úkraínumanninum Mykhaylo Mudryk.
Mudryk er á mála hjá Shakhtar Donetsk í heimalandinu en hann hefur leikið virkilega vel með þeim. Hann vakti sérstaka athygli fyrir frammistöðu sína í Meistaradeildinni.
Shakhtar Donetsk hafnaði 60 milljón evra tilboði í Mudryk á dögunum og er talið vilja um 80 til 100 milljónir
Arsenal er að vinna í þessum kaupum en stuðningsmenn félagsins bíða spenntir.
Einhverjir stuðningsmenn Arsenal eru hreinlega að missa sig þegar kemur að spennu. Eitt tíst frá stuðningsmanni frá því í gær hefur vakið mikla athygli. Það var birt eftir að Mudryk birti mynd af sér í líkamsrækt.
Stuðningsmaðurinn stækkaði myndina og komst að því að líkamsræktargræjurnar eru frá ensku fyrirtæki og að á hurðinni stendur 'private' á ensku.
Er Mudryk mættur til London?
Is mudryk in the UK... it looks as though his in a hotel with hotel slippers.. the weight bench is "kettler" which is a uk based company.. the "private" on the door is written in English... he may be in London already ???????? #mudryk #arsenal pic.twitter.com/Iazy9DWT1w
— NicoPierre ???????????? (@Nicopierre1493) January 1, 2023
Athugasemdir