Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyjamenn vilja ekki missa Oliver - „Hann er stór partur af því"
Oliver Heiðarsson fagnar hér marki með ÍBV.
Oliver Heiðarsson fagnar hér marki með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikill áhugi á Oliver Heiðarssyni, framherja ÍBV, en Valur gerði á dögunum tilboð í hann.

Valur er ekki eina liðið sem er að reyna að fá Oliver en KA hefur einnig lagt fram stórt tilboð í hann samkvæmt heimildum Fótbolta.net. KA varð bikarmeistari í sumar en hefur misst öfluga leikmenn eftir tímabilið.

Oliver á eitt ár eftir af samningi sínum við Eyjamenn en ÍBV vill auðvitað halda honum í sínum röðum.

„Við viljum náttúrulega halda honum. Það þarf náttúrulega alltaf að meta hvað er gott tilboð og hvað er ekki gott. Það er misjafnt hvernig menn líta á það. Eins og staðan er núna, þá er hann okkar leikmaður," sagði Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net.

„Við viljum alls ekki missa hann. Við viljum byggja upp góðan hóp til að vera með gott lið á þessu ári í Bestu deildinni. Hann er stór partur af því."

Er einhver möguleiki á að þið munið selja hann á næstu vikum eða mánuðum?

„Mér finnst það ólíklegt," segir Magnús.

Oliver var valinn besti leikmaður Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Þessi 23 ára leikmaður endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fjórtán mörk og hjálpaði ÍBV upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner