Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 02. mars 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Portsmouth tekur á móti Arsenal
Fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi fer fram á Fratton Park í Portsmouth í kvöld.

Heimamenn í Portsmouth taka þá á móti Arsenal. Portsmouth er í toppbaráttunni í C-deild á meðan Arsenal er um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal varð fyrir því áfalli í síðustu viku að detta út úr Evrópudeildinni, í 32-liða úrslitunum gegn gríska félaginu Olympiakos.

Það er spurning hvernig leikmenn Arsenal mæta stemmdir og hvort að Portsmouth geti strítt lærisveinum Mikel Arteta.

mánudagur 2. mars
19:45 Portsmouth - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner