Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 02. mars 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Handabönd áfram fyrir leiki á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
KSÍ kom með þau tilmæli fyrir helgi að leikmenn liða sleppi handaböndum fyrir leiki á næstunni vegna smithættu vegna kórónu veirunnar.

The Athletic segir frá því í dag að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætli ekki að taka út handabönd fyrir leiki, að minnsta kosti ekki í bili.

Forráðamenn deildarinnar fylgjast þó vel með gangi mála og eru í sambandi við heilbrigðisyfirvöld í Englandi.

Newcastle og West Ham hafa bannað leikmönnum að takast í hendur á æfingasvæðum sínum en handabönd verða áfram á leikjum í Englandi þar til annað kemur í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner