Víkingur Ólafsvík hefur fengið til sín marokkóskan sóknarmann, Abdelhadi Khalok sem er 26 ára.
Í tilkynningu frá Ólafsvíkurfélaginu segir að Khalok sé fæddur og uppalinn á Spáni og þyki hraður og teknískur.
Í tilkynningu frá Ólafsvíkurfélaginu segir að Khalok sé fæddur og uppalinn á Spáni og þyki hraður og teknískur.
„Khalok er væntanlegur til landsins í næstu viku og viljum við bjóða hann velkominn til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu Víkings.
Víkingur Ólafsvík hafnaði í sjöunda sæti 2. deildar karla á síðasta tímabili en Brynjar Kristmundsson tók við sem aðalþjálfari liðsins í vetur. Brynjar er fyrrum leikmaður liðsins og hefur verið aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár.

Athugasemdir